Vinnuherbergið

Fyrr á tímum fór fólk eftir sólinni og lagðist til hvílu eftir ljósaskipti. Í dag kveikjum við á ljósum og skjám og getum verið á fótum allan sólarhringinn ef við viljum. Erum við kannski komin ansi langt frá gangi náttúrunnar þegar kemur að vinnuherberginu?

Raftæki eru búin til af blöndu af manngerðum efnum; efnum sem oft eru skaðleg heilsu manna og fyrir umhverfið.

Hefðbundin skrifstofuhúsgögn eru sjaldan gerð úr náttúrulegum efnum eins og timbri, oftar eru þau gerð úr ódýrari efnum eins og plasti eða límtrésplötum.

Vinnuherbergið fær oft ekki mikla athygli eða umhyggju. Við viljum bara að það...virki. En vinsamlega lestu um efnin sem leynast í raftækjunum - og þú munt fá hvatningu til þess að fjarlægja rykið og þvo hendurnar fyrir matartíma!