Barnaherbergið

Barnaherbergið er eitt af þeim herbergjum sem er hvað mest útsett fyrir allskonar efnum, aðallega því að þar má finna marga hluti gerða úr mörgum tegundum af plasti. Leikföng og föndurvörur eru í mörgum skemmtilegum litum, formum og áferð. En oft eru þau úr plasti: ódýru efni sem er létt og fjölhæft - og fullt af mismunandi efnum. Í barnaherberginu má finna fjölmörg leikföng þar sem barnið sefur og leikur sér.

Staðreyndin um að börn séu umkringd af svona miklu plasti er umhugsunarverð. Börn eru mun viðkvæmari heldur en fullorðnir. Húð þeirra er þynnri. Þau anda, borða og drekka meira miðað við líkamsþyngd þeirra. Leiksvæðið þeirra er öllu jafna á gólfinu þar sem efnaleifar safnast saman í ryki, og þau skoða heiminn með því að smakka á hlutum og koma við með höndunum. Á sama tíma eru börnin enn að þroskast og ferlar í líkama þeirra til þess að brjóta niður og aðskilja efni úr umhverfinu eru enn ekki fullbúnir.

Hvernig getum við sem almennir neytendur bætt efnalæsi okkar, tekið rétta ákvörðun í leikfangabúðum og þar með gert umhverfi barna betra með færri efnum?