Barnaherbergið - Vissir þú?

Lyktar uppáhalds leikfangagæludýrið þitt af sætri vanillu? Ef svo er hefur illa lyktandi plast verið dulið með ilmvatni. Gömul leikföng eins og lukkutröll, barbídúkkur og önnur mjúk plastleikföng sem hafa verið bjargað úr leikfangakössum mömmu eða pabba innihalda líklega innkirtlatruflandi mýkingarefni og jafnvel blý til þess að gera mjúka plastið stöðugra. Lyktandi, klístruðum, feitum og sleipum plastleikföngum ætti að skipta út strax.

Farsími / snjallsími

Snjallsíminn þinn gæti virst handlaginn barnapía. Því miður er hann ekki aðeins hlaðinn afþreyingu, heldur einnig efnum eins og:

  • Eldvarnarefnum (sem koma í veg fyrir að það kvikni í rafeindatækjum sem hitna)
  • Innkirtlatruflandi mýkingarefnum 
  • Þungmálmum í samskeytum

Margt af dótinu sem þú ert með í vasanum ætti ekki að vera viðloðandi þunna húð barna. Lyklar eru að hluta til úr þungmálmum og kassakvittanir innihalda innkirtlatruflandi bisfenól A.

Áprentuð peysa

„Ég elska pabba minn“ eða „STÓRU systur“. Flott og krúttleg prentun á föt, sérstaklega mjög plastkennd, geta innihaldið innkirtlatruflandi mýkingarefni. Mýkingarefnið losnar þegar fötin eru notuð og þvegin – þá stífnar prentið og springur.

Þegar þú kaupir prentaða flík: Spyrðu seljandann úr hverju prentið er gert. Og þegar þú kemur heim: Þvoðu flíkina fyrir notkun. Allar vefnaðarvörur geta innihaldið leifar af sæfivörum eða efnum frá framleiðslunni.

Föndurvörur

Lyktin af heitum plastperlum (straujaðar til að bræða saman) er lyktin af efnum sem losna úr perlunum við hitunina. Föndurvörur úr plasti eins og leir, slím og fingurmálning innihalda mýkingarefni, litarefni og stundum rotvarnarefni. Betri kostir geta verið:

  • Náttúruleg efni
  • Pappír
  • Heimatilbúinn leir.

Litir og lím ættu að vera vatnsleysanleg til að forðast uppleysiefni.

Umhverfismerktar vörur innihalda minna af efnum sem eru skaðleg heilsu og fyrir umhverfið.

öng>