Eldhúsið - Vissir þú?

Fjórir dæmigerðir hlutir í eldhúsinu - og efnin sem fela sig í þeim.

Teflon panna & spaði

Um lok 1930 voru sumir efnafræðingar að leita að nýjum og minna eitruðum kælimiðli fyrir ísskápa, en enduðu á því að finna upp flúorað plastefni í staðinn, sem var líka hitaþolið. Undir lok 20. aldar, þegar okkur var sagt að borða ekki fitu, fann teflonpannan leið sína inn í hvert eldhús. Þú gast steikt næstum hvað sem er, og næstum án olíu eða smjörs. Því miður eru perflúoruð efni nánast óniðurbrjótanleg og safnast fyrir í líkama okkar og í umhverfinu. Þau geta haft truflandi áhrif á frjósemi, verið krabbameinsvaldandi og eitruð. Að auki getur svarti plastspaðinn sem við keyptum til að rispa ekki teflónið gefið frá sér innkirtlatruflandi Bisfenól A.

Plast skálar

Skálar og box, sleifar og flöskur, dúkar og filmur: flest eldhús eru full af plasti. Svokallað matarplast (stundum merkt með „gler- og gafflatákninu“) er ætlað til geymslu matvæla. Þrátt fyrir löggjöf er margt sem við vitum enn ekki um plast. Mörg efni eru ekki rannsökuð að fullu. Plast getur innihaldið þungmálma, innkirtlatruflandi mýkingarefni og bisfenól sem getur losnað út í matnum. Heitan, súran og fitugan mat ætti ekki að geyma í plasti. Umbúðirnar sem fylgja matnum sem við kaupum eru heldur ekki ætlaðar til endurnotkunar eða í heitar uppþvottavélar. Plast í frystinum er í lagi, en getur bráðnað og hitnað í öðrum tækjum.

Vínber og kaffi

Í sýnum tekin í ESB af vínberjum fundust leifar af 20 mismunandi plöntuverndarvörum. Vissulega ekki hollt snarl, hvorki fyrir fullorðna né börn. Sumir ávextir og grænmeti eru úðaðir meira en aðrir, eins og bananar, sítrusávextir, paprika og kartöflur. Hefðbundið kaffi er líka langt frá því að vera sjálfbært ræktað. Akrarnir eru úðaðir með mjög eitruðum plöntuverndarvörum, sem eru hættulegar bæði fyrir náttúruna og fólks sem starfar á akrinum. Eiturefnin fara frjálslega yfir landamæri, borin með lofti og vatni. Leifar geta líka endað í kaffibollanum þínum.

Kauptu vistvænt! Og þegar kemur að vínberjum: Þá gildir það sama um rúsínur og vín.

Smákökur

Innihaldslýsingin á myndinni hér að ofan lýsir hinum vinsælu Oreo smákökum. Smákökur eru þægindamatur, mjög unnin og fullur af aukaefnum, til að spara dýrt hráefni og lengja geymsluþol vörunnar. Það besta er kremið á milli. Innihaldslistinn gerir ekki greinarmun á kexi og kremfyllingu, en ef litið er á listann er kremfyllingin líklega gerð úr sykri, pálma og/eða repju olíu, kornsýrópi með frúktósa, sojavörum og gervi bragðefnum.

Enginn rjómi eða smjör?

Engin vanilla?

Þessi vörutegund af smákökum er ekki verri en aðrar samærilegar smákökur. En ef þú vilt minnka neyslu á unnum matvælum og aukaefnum er skynsamlegt að byrja að lesa innihaldslýsinguna og læra að skilja það sem þú lest.