Baðherbergið

Eitt sinn var sá tími þegar bæði menn og konur púðruðu sig með hvítu púðri sem innihélt blý og arsenik. Til allrar ólukku hafði þessi hefð ákveðnar afleiðingar eins og andarteppu, skemmdir á húð, hárlos, aukna munnvatnsmyndun, bólgin góm og svartar tennur. 

Í dag hlægjum við oft að þessum eitraða lífshætti frá átjándu öldinni. En hvað með okkur? Við berum ál í handarkrikana, setjum á okkur ilmvatn með innkirtlatruflandi ilmum og fáum börnin okkar til þess að fara í bað með ofnæmisvaldandi freyðibaði.

Baðherbergisskápurinn þinn inniheldur:  ...viltu virkilega vita það?

Með auknu efnalæsi, þannig að þú vitir að hverju þú átt að leita, þá eru frábærir valmöguleikar í boði af vörum sem innihalda ekki hættuleg efni!