Stofan

Sófinn er notalegri því mýkri sem hann er og helst eiga ekki að koma blettir á hann af kartöfluflögum og ídýfu. Mottan á heldur ekki að renna í burtu, og það á heldur ekki að kvikna í mottunni ef kerti dettur á hana. Fjarstýringin má ekki brotna ef hún dettur á gólfið og ekki ætti að kvikna í sjónvarpinu. Spónaplötur gefa okkur ódýrari húsgögn en gegnheill viður. Og er ekki fallega litað og ilmandi kerti auðveldasta leiðin til að búa til notalegt andrúmsloft? Rósir, kannski? Eða vanilla?

Venjuleg stofa býður oft upp á safaríka efnablöndu. Þar sem okkur mönnum líkar að hafa allskonar mismunandi hluti í stofunni, með mismunandi eiginleika, þá bætum við mikið af efnum við hlutina til þess að ná eiginleikunum fram.

Í dag eru yfir 100.000 efni skráð á markað ESB og ný eru fundin upp allan tímann. Á fimmta áratugnum voru 7 milljónir tonna af efnum framleidd í heiminum á hverju ári. Í dag teljum við 400 milljónir tonna. Hvert einasta ár. Og þau safnast upp ár frá ári á plánetunni okkar.

Frá bólstruðum húsgögnum og teppum yfir í pottaplöntur og kerti: Þú getur nýtt efnalæsi þitt einnig fyrir stofuna og gert hana heilbrigðari og notalegri!