Innkirtlatruflandi efni - Hvað er það?

Innkirtlatruflandi efni geta haft áhrif á fleiri þætti heldur en kynþroska, kyngetu og æxlun. Hormónar sem framleiddir eru í innkirtlum eru skilaboðakerfi líkamans. Þeir virka eins og sendiboðar á milli fruma og líffæra, ýmist til að örva eða fylgjast með hinum ýmsu ferlum líkamans. Vandamálið með innkirtlatruflandi efni er að þau geta verið keimlík hormónum líkamans. Ef þessi efni koma í staðinn fyrir hormón í frumum getur það hindrað upplýsingaflæði í líkamanum. Líkaminn mun ekki virka á sama hátt og áður, og með tímanum verðum við veik.

Ung börn eru viðkvæmust

Þegar ákveðin þroskaskeið eru í hámarki, eins og á fósturstigi, snemma á barnsaldri eða á kynþroskaaldri, erum við sérstaklega viðkvæm fyrir þessum "fölsku skilaboðum" frá innkirtlatruflandi efnum. Sum áhrifanna koma fljótt í ljós eins og lítil fæðingarþyngd, meðfæddir gallar, ofnæmi eða námsörðugleikar. Önnur áhrif geta komið í ljós áratugum seinna, eins og ófrjósemi eða bæling í ónæmiskerfinu.

Auknar greiningar

Talsvert er um að greiningar á sjúkdómum eða öðrum kvillum hafi verið í meira mæli tengdar við það hvað við erum orðin útsettari fyrir innkirtlatruflandi efnum, sem dæmi má nefna ótímabær kynþroski, minni framleiðsla á sæði og erfiðleikar með þungun. Því til viðbótar þá hafa áhrif innkirtlatruflandi efna einnig verið tengd við krabbamein, offitu, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma, minni þroska heilans, námsörðugleika, skjaldkirtilsvandamálum og beinþynningu.

Á undraverðan hátt þá virðumst við vera venjast þessu. Margir af þessum sjúkdómum eru orðnir það algengir að okkur finnst þetta bara vera hluti af því að vera mannleg.

Lítið magn getur verið það versta

Mismunandi efni hafa misjöfn áhrif á líkamann. Skaðlegustu efnin verða oftast hættulegri við aukið magn, eins og þungmálmar eða ætandi vökvar í umbúðum með barnalæsingu. Innkirtlatruflandi efni virðast virka á annan hátt. Þau geta jafnvel verið enn skaðlegri í litlu magni, vegna þess að við raunverulegt ástand í líkamanum þá þarf lítið magn af hormónum fyrir tilsetta virkni og upplýsingaflæði. Hver hættan verður af völdum þessara efna snýr meira að tímasetningu heldur en magni efnanna: röng skilaboð - eða engin skilaboð - í miðjum mikilvægum ferli í líkamanum geta haft banvænar afleyðingar, og jafnvel haft áhrif á komandi kynslóðir.