Góð ráð fyrir barnaherbergið

Slepptu lyktandi og klístruðu plasti

Aukaefni sem notuð eru til að gera ákveðna lögun og áferð losna úr leikföngunum: Slepptu þannig leikföngum!

Fjarlægðu leikföng úr mjúku plasti sem er frá 2007 og fyrr

Fjarlægðu leikföng úr mjúku plasti sem eru frá árinu 2007 og fyrr (frá árinu 2013 er enn betra) eða ef þau hafa verið framleidd utan Evrópu. Veldu CE merkt leikföng (Conformité Européenne) til að vera viss um að þau séu framleidd samkvæmt gildandi reglum í Evrópu um leikföng. Samt sem áður er CE merking engin trygging fyrir því að leikfangið valdi ekki eituráhrifum. Notaðu nefið. Spurðu um umhverfismerkt leikföng í leikfangabúðinni!

Nýttu efnalæsi til að velja góðan efnivið

Leikföng úr trjáviði eða textíl, pappír eða pappa innihalda oft færri efni heldur en leikföng úr plasti. Ekki þarf að nota manngerð efni á náttúrlegan efnivið til þess að ná fram ákveðinni lögun eða áferð. 

Óskalisti byggður á efnalæsi

Barnaafmæli verða mjög oft að veislu sem er uppfull af ódýru plasti. Notaðu boðskortin til þess að deila skilaboðunum: „Við stefnum að því að minnka plast og smádót á heimilinu okkar...“ Hjálpaðu gestunum með því að nýta efnalæsi þitt og koma með góðar hugmyndir um gjafir.

Veldu skaðlausar föndurvörur 

Veldu vatnsleysanlega liti og lím til þess að forðast uppleysiefni. Fjarlægðu föndurefni úr plasti og listavörur sem ætlaðar eru fyrir fullorðna, sem innihalda oft fleiri skaðleg efni.

Veldu hágæðaplast 

LEGO kubbar eru taldir vera lausir við skaðleg efni burt séð frá því hversu gamlir þeir eru. Karfa úr plasti framleidd í Evrópu kostar líklega meira heldur en sú sem er framleidd í Kína, en hún er þó framleidd samkvæmt Evrópulöggjöfinni og eftir ströngum skilyrðum. Heilbrigðari og sjálfbærari.

Taktu í burtu þá hluti sem eru fyrir okkur fullorðna fólkið

Raftæki eru full af skaðlegum efnum eins og eldvarnarefnum, þalötum og þungmálmum. Lyklar og ódýrir skartgripir geta innihaldið blý. Leðurlíki er plast sem búið er að mýkja, og ekta leður getur innihaldi skaðleg efni úr sútuninni.

Haltu herberginu hreinu

Þvoðu, hreinsaðu eða þurrkaðu af (fer eftir efniviðnum) nýjum leikföng til að fjarlægja efnaleifar frá framleiðsluferlinu. Haltu barnaherberginu hreinu. Efni safnast oft saman í ryki.

Sum leikföng geta verið til spari

Gömul leikföng og önnur sem eru á mörkum þess að teljast vera skaðlaus eins og leikföng úr svampi sem lykta eða lukkutröll frá sjöunda áratugnum ættu ekki að vera alltaf til staðar í barnaherberginu. Notaðu þau leikföng frekar sem skemmtilega tilbreytingu - lúxus!

PS! Ekki gera barnaherbergið upp rétt áður en ungabarnið kemur! „Ný“ lykt er í raun lykt af efnum. Því færri hlutir, litir og húsgöng, þeim mun heilbrigðara verður herbergið fyrir litlu manneskjuna.