Fataskápurinn - Vissir þú?

Fjórir dæmigerðir hlutir í fataskápnum - og efnin sem fela sig í þeim.

Allir þessir skór

Leður - húð af dýrum - er varanlegt og fjölhæft og mótast við fæturna. Sútunin - sem gerir leðrið mjúkt og sveigjanlegt - er að mestu gert með krómi, mjög eitruðum þungmálmi. Króm dreifist auðveldlega í grunnvatninu, einnig frá ruslasvæðum. Leðurlíki eða „vegan leður“ samanstendur af mýktu plasti, úr jarðefnaeldsneyti sem notar mikið af efnum og leðurlíki hefur styttri líftíma en raunverulegt leður. Þetta á við um alla skó með miklu plasti, eins og sandala, inniskó og íþróttaskó. Fannstu lítinn hvítan pakka af myglueyði í skókassanum? Ef skórnir voru framleiddir í Asíu innihalda þeir sennilega mjög ofnæmisvaldandi dímetýlfúmarat.

Heiðraðu dýrin og umhverfið með því að kaupa aðeins skóna sem þú virkilega þarft. Á sama tíma eru færri efni notuð í þeim tilgangi að setja skó á fæturna þínar.

Bláar gallabuxur

Gallabuxurnar þínar tilheyra einum eitruðustu fatnaði heims. Þær eru úr bómull, þær eru úr hráefni sem hefur hefur verið ræktað með miklu magni af plöntuverndarvörum og svo miklu vatni að heilu svæðin eru tæmd og drykkjarvatni eytt. Mikið magn efna er einnig notað við litun, vefnað og þvott. Á hinn bóginn er gallabuxnaefni varanlegt efni.

Ef þú virkilega notar gallabuxurnar þínar þar til þær eru slitnar, í stað þess að kaupa nýjar á hverju ári, gætu þær í raun verið sjálfbært og efnalæsislega snjallt val. Lífræn bómull, siðferðilega framleidd, er sjálfbærari kostur, en notaður fatnaður (second hand) er jafnvel betri.

Flíspeysur

Akrýl, pólýester, pólýamíð...mörg algengustu fatnaðarefni okkar eru úr jarðefnaeldsneyti. Mikið af leysiefnum og öðrum efnum eru notuð til að láta fötin líta út öðruvísi og þannig að þau fái aðra áferð. Í hvert skipti sem við þvoum peysur úr manngerðum plastefnum, lekur örplast út í vatnið.

Flíspeysan er sú versta: pólýester sem losnar mjög auðveldlega úr peysum að hver þvottur mun senda meira en 1.900 örsmáar plastagnir niður í niðurfallið. Þessi örplastefni, sem eru of lítil til að hægt sé að festa þau í síum hreinsistöðvanna, streyma út í náttúruna þar sem svifdýr taka upp örplastið fyrir mistök í staðinn fyrir mat. Örplast skaðar lifandi verur í allri næringarkeðjunni, þar á meðal okkur. Örplastið endar að lokum í fiskinum sem við borðum í kvöldmatinn, í sjávarsaltinu eða jafnvel í drykkjarvatninu.

Útivistarjakki

Útivistarfatnaður sem andar en blotnar ekki af smá rigningu er auðvitað gagnlegur. Því miður er þessum gæðum náð fram með því að vinna efnið með mjög flúoruðu efni (PFAS), sem hrindir frá sér vatni og stundum einnig fitu og óhreinindum. Mjög flúoruð efni brotna ekki auðveldlega niður og geta fundist í náttúrunni í þúsundir ára. Mismunandi efni hafa mismunandi eiginleika, allt frá því að trufla frjósemi og yfir í að vera grunuð um krabbameinsvaldandi áhrif. Þegar efni er bannað er það oft skipt út fyrir svipað efni, sem enn er ekki rækilega rannsakað.