Efnakokteill fyrir alla

Sænskir ​​heimiliskettir bera 50 sinnum fleiri brómeruð eldvarnarefni í blóði sínu heldur en eigendur þeirra. Jafnvel þó að menn hafi ekki feld til að geyma gólfrykið í eða til að sleikja, þá segja tölurnar eitthvað um það hvað leynist á heimilum okkar. Við borðum efni, öndum þeim að okkur og húðin verður fyrir þeim. Það er langt frá því að öll efni séu hættuleg, en það veit enginn fyrir víst hvað gerist þegar lítið magn af mörgum mismunandi efnum blandast sífellt í líkama okkar. Vinna efnin saman? Verða efnin áhrifameiri og eitraðri saman en hvert fyrir sig? Þessi efnakokteill er vissulega ekki það sem við höfum í huga þegar við erum að skipuleggja notalegt kvöld í sófanum.

Þetta gætu verið leynigestir í stofunni þinni:

Brómeruð eldvarnarefni

Mismunandi gerðir eldvarnarefna eru notuð í húsgögn, textíl, snúrur, einangrun og rafeindatækni o.fl. Sófar og önnur bólstruð húsgögn frá 1970-1990 eru þau verstu, með brómeruð eldvarnarefni sem eru nánast óniðurbrjótanleg og grunur leikur á að þau séu innkirtlatruflandi eða krabbameinsvaldandi.

Formaldehýð

Nútíma hillur eru oft gerðar úr einhverskonar spónaplötum þar sem lím og leysar geta innihaldið formaldehýð. Formaldehýð er einnig að finna í til dæmis mottum og textíl. Viðkvæmir einstaklingar geta brugðist við með verkjum í augum, nefi eða hálsi eða með hósta og ertingu í húð. Langvarandi útsetning getur valdið krabbameini.

Perflúoruð efni

Hitaþolin, fitu- og vatnsfráhrindandi. Þessi efni geta leynst í húsgögnum, mottum og gólfvaxi. Sum þeirra hafa langvarandi eiturhrif, eru innkirtlatruflandi, ofnæmisvaldandi, eitruð fyrir lífverur og krabbameinsvaldandi. Þegar þessi efni eru brennd sem úrgangur mynda þau gróðurhúsalofttegundir sem eru þúsund sinnum sterkari en koltvísýringur. Efnafræðileg uppbygging sumra brómeraða eldvarnarefna minna á skjaldkirtilshormónið þyroxín. Talið er að þetta sé ástæðan fyrir aukinni ofvirkni skjaldkirtils hjá köttum. Önnur innkirtlatruflandi efni hafa áhrif á aðra starfsemi hjá mönnum jafnt sem dýrum. Hreinsaðu rykið í burtu, sérstaklega ef þú ert með börn og gæludýr í húsinu.